Sumardagur

 ha1509r

Sólin: stór rauður sleikibrjóstsykur

Skýin: þeyttur rjómi

Aldan: hlæjandi smástelpa


Þú

í fjörunni

bakar sandkökur

hún eltir þig

lengra, lengra

upp undir malarkambinn

gleypir kökurnar

eina eftir aðra

og hrekkjótt

skvettir á

þig


Steinarnir brosa líka.

 

                   Vilborg Dagbjartsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband