Reykjavíkurbær

 

Ó hvað það er yndislegt að búa í þessum bæ

hér brestur aldrei rafurmagn það logar sí og æ.

En ef að spennan lækkar þá er líka ráð við því

ljósataxtann hækka þeir og bjart verður á ný.


Allar götur borgarinnar eru steinlagðar

þær eru rennisléttar og hvergi holóttar.

Á sumrin er því yndislegt að ganga um göturnar

gljáandi af hreinlæti og alveg ryklausar.


Hér undurfagra skemmtigarða allstaðar má sjá

þar undir krónum trjánna reikar fólkið til og frá.

Svo eru nýjar kirkju hér við hverja götu nú

með klerka sem að gifta, jarða, skíra og boða trú.


Reisulegt fannst mörgum nýja ráðhús bæjarins

þess rokna háu turnar vaða í skýjum himinsins.

Og margir fara í Þjóðleikhúsið þegar rökkva fer

já það er ekki amalegt að vera að skemmta sér.


Nú er hitaveitan komin allflest húsin í

allir bæjarbúar eru glaðir yfir því.

Afnot slíkrar hitaveitu allir telja kost

enda þótt hún verði köld við tveggja stiga frost.


Hér fæst nóg af hraunkjöti sem kostar ekki neitt

og kartöflur við gjafverði sér flestir geta veitt.

Og vísitalan virðist okkur alltaf alveg rétt

svo alþýðan í þessum bæ er prýðilega sett.


Egg og rjómi, skyr og smjör fæst einnig allstaðar

og alltaf spenvolg nýmjólk flyst í búðirnar.

Epli fást í hverri búð, þau aldrei skortir hér

appelsínur, vínþrúgur og hvað sem girnumst vér.


Já það er ekki amalegt að eiga heima hér.

Við eigum líka borgarstjóra sem af flestum ber

og alltaf lækka skattarnir, það endar með því hér

að allir verða skattfrjálsir það líkar mér og þér.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband