Ferkantaðir.

 

Ferköntuð eistu 

Ferkantaðir

»hrútspungar«!

Á þorranum er lenska að borða svokallaðan »þorramat«. Þar kennir ýmiss konar góðgætis, þar á meðal eru hrútseistu, matreidd í formi sultusneiða, sem eru ferkantaðar oftast. Fjölmiðlamenn hafa mikinn áhuga á að segja frá því hversu landinn sé sólginn í »hrútspunga« og alltaf verð ég hissa á orðfærinu. Ég var alinn upp í sveit og þar voru hrútspungarnir álitnir óætir, en gömlu karlarnir notuðu þá stundum fyrir tóbak.

Með frásögnunum um »pungaát« landans fylgja gjarnan myndir af fyrirbærinu, sem er það sem etið var í sveitinni minni - eistu hrútanna matreidd sem eins konar sulta, sem búin er til úr eistunum.

Góðu fjölmiðlamenn! Segið hlutina eins og þeir eru. Íslendingar borða hrútseistu sem þeim finnst ágætur matur, en enginn borðar hrútspungana sem eru óætir!!

Gamall sveitamaður!

(úr Velvakanda 23.01.2010)

 

Ég hef nú aldrei heyrt að hrútspungar væru óætir.

12

Svona á að verka punga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband